Háskólanám - til ánægju og árangurs! María Dóra Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun