Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 09:00 Haukur Þrastarson verður í eldlínunni með Selfossi í vetur. fréttablaðið/ernir Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15