Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 20:30 W. Samúel Patten. Vísir/AP W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira