Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Glódís skoraði tvö mörk í síðasta landsleik. Fréttablaðið/Eyþór Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira