Svipting atvinnuréttinda Þórður Ingi Bjarnason skrifar 5. september 2018 10:11 Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun