Ísland ætlar að halda áfram aðhaldi í mannréttindaráðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:54 Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“