Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2018 20:30 Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins. Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins.
Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00