Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir takast á um skyldubólusetningu barna. Vísir/Eyþór MEÐ Hildur Björnsdóttir Fyrir fáeinum árum var ég búsett í London. Sonur minn var í grunnskóla og dóttir mín örfárra mánaða gömul. Dag einn barst erindi frá skólanum sem greindi frá mislingasmiti innan bekkjarins. Dóttir mín hafði ekki náð þeim aldri að vera bólusett gegn mislingum. Ég fylgdi syni mínum gangandi til skóla daglega og var systir hans ávallt meðferðis. Vegna vanrækslu annarra foreldra komst hún því daglega í návígi við óbólusett börn. Börn sem reyndust með mislinga. Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi er óviðunandi að mati sóttvarnarlæknis. Minnki þátttaka frekar má búast við dreifingu sjúkdóma sem ekki hafa sést hérlendis um árabil. Samkvæmt alþjóðaheilbrigðisstofnun hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár - raunar hafa mislingatilfelli sextánfaldast á tímabilinu. Ég legg til að Reykjavíkurborg geri almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla, þó með sanngjörnum undantekningum. Sækir tillagan fyrirmynd til annarra Evrópuþjóða. Hún sækir stoð í lög um leikskóla og meðferð upplýsinganna færi eftir ákvæðum persónuverndarlaga. Hversu lengi ætlum við að bíða? Bólusetningar eru ekki einungis gagnlegar þeim sem þær þiggja – þær eru nauðsynlegar þeim varnarlausu. Til eru einstaklingar sem af heilsufarsástæðum eða vegna unga aldurs mega ekki þiggja bólusetningar – þeir reiða sig á hjarðónæmi samfélagsins. Óbólusettum börnum fjölgar. Foreldrar þessara barna eru í langflestum tilfellum að gleyma sér. Heilsugæslur hafa hrint af stað fræðslu- og eftirfylgniátaki en átakið virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Einhverjir segja að gefa þurfi átakinu meiri tíma. En útbreiðsla smitsjúkdóma er hröð - á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa yfir 41.000 mislingatilfelli greinst í Evrópu. Hversu lengi ætlum við að bíða? Ef bólusetningar verða inntökuskilyrði á leikskóla borgarinnar yrði það foreldrum tiltekin hvatning. Skilyrðinu yrði ekki beitt af harðræði. Foreldrum væri gefinn aðlögunartími og fólk aðstoðað við að ljúka bólusetningum barna sinna svo tryggja mætti leikskólapláss. Hafi barni ekki verið gefið nafn við 6 mánaða aldur telja yfirvöld sig knúin til að beita foreldra dagsektum. Vilji foreldrar gefa barni nýstárlegt nafn gæti það verið stöðvað af mannanafnanefnd. Ef foreldrar neita barni um bólusetningar aðhafast yfirvöld ekkert. Foreldrum má ekki vera í sjálfsvald sett að taka skaðlegar ákvarðanir um líf barna sinna – allra síst þegar slíkar ákvarðanir geta einnig haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir börn annarra. Talið er að eingöngu 2% foreldra séu mótfallin bólusetningum. Það er því lítill hluti barna sem lendir í vanda verði tillagan samþykkt. Stærsti vandi þessara barna er auðvitað sá að þeim er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Tillögunni er ekki ætlað að jaðarsetja óbólusett börn. Henni er ætlað að vernda hagsmuni heildarinnar. Fræða þarf foreldra óbólusettra barna og styðja börnin sérstaklega svo þeim séu tryggð þroskavænleg skilyrði. Sóttvarnarlæknir setur ekki inngönguskilyrði á leikskóla. Það gera sveitarfélög með heimild í lögum um leikskóla. Sóttvarnarlæknir gefur ekki út tilmæli um skyldubundnar bólusetningar nema faraldur fari af stað hérlendis. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun hvort sveitarfélög vilji ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir. Stjórnmálamenn þurfa stundum að taka djarfar ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar í huga. Sumir vilja ekkert aðhafast fyrr en alvarleg tilfelli smitsjúkdóma greinast hérlendis. Ég vil ekki bíða. Bregðumst við strax.Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir rökræða um það hvort réttlætanlegt sé að setja almennar bólusetningar barna sem skilyrði fyrir inntöku í leikskóla.Fréttablaðið/EyþórMÓTI Líf MagneudóttirSkynsamlegt að hlusta á sérfræðinga Með bólusetningum höfum við náð góðum tökum á og sigrað afar skæða sjúkdóma á síðustu öld. Þeim árangri hljótum við öll að vilja viðhalda og ég efast ekki um að allir borgarfulltrúar eru sammála um mikilvægi þess að bólusetningarhlutfall haldist áfram nægilega hátt til að tryggja hjarðónæmi. Í þeim efnum tel ég skynsamlegast að hlusta á ráðleggingar sérfræðinga í málaflokknum. Heilbrigðisstarfsfólk segir að sem betur fer sé staðan ekki sú að beita þurfi íþyngjandi aðgerðum við inntöku barna í leikskóla eins og að binda hana við bólusetningu þeirra og sóttvarnalæknir hefur tekið í sama streng og bendir á að skráningum geti verið ábótavant og að rauntölur bólusettra séu líklega hærri.Heftandi inngrip í líf fólks Heilbrigðismál, líkt og bólusetningar, verða best leyst á vettvangi heilbrigðiskerfisins. Það er ekki sveitarfélaga að taka fram fyrir hendurnar á Embætti landlæknis og stjórnmálamenn verða að vera yfirvegaðir og upplýstir þegar þeir leggja fram tillögur sem mæla með heftandi inngripum í líf fólks og í þessu tilfelli ungra barna og fjölskyldna þeirra. Það þarf þá að minnsta kosti að vera vel rökstutt og að almannaheill sé í húfi og vá fyrir höndum og slíkt þarf að gerast í náinni samvinnu og samráði við fagfólk. Að mínu mati er hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vanreifuð og ýmsar spurningar vakna sem krefjast úrlausnar verði farið í slíkar þvingunaraðgerðir. Ástæðulaust inngrip getur líka gert ástandið verra. Nú eru t.d. bólusetningar við mislingum í fyrsta lagi við 18 mánaða aldur. Hvenær á þá að vísa óbólusettum börnum úr leikskóla og hvernig á þá að starfrækja ungbarnadeildir eða taka börn inn við 12 mánaða aldur séu þessi skilyrði í gildi? Það má líka spyrja sig hversu gagnlegar þessar aðferðir eru ef einungis Reykjavík meinar óbólusettum börnum aðgang að leikskólum en önnur sveitarfélög ekki. Hvað á síðan að gera við óbólusett börn í grunnskólunum? Það er líka áleitin spurning í þessu samhengi. Hvað með þau börn sem fara ekki í endurbólusetningu við 12 ára aldur? Eru leikskólastjórnendur eða starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sérstaklega fært um að leggja mat á heilbrigðisgögn og sinna umsýslu þeirra? Er til lagastoð sem styður þessar hugmyndir á vettvangi sveitarfélaga? Svona mætti lengi telja.Falskt öryggi Einnig getur verið að aðgerðir af þessu tagi kunni að skapa falskt öryggi og gætu raunar snúist upp í andhverfu sína. Ef óbólusettum börnum foreldra, sem einhverra hluta vegna bólusetja ekki börn sín, er meinaður aðgangur að leikskólum þar sem þau njóta verndar af hjarðónæmi, eykst hættan á því að þau safnist saman í hópa, t.d. í tengslum við heimakennslu eða daggæslu. Slíkar aðstæður hafa komið upp í Bandaríkjunum, þar sem þær hafa átt ríkan þátt í t.d. nýlegum mislingafaröldrum. Þetta er raunverulegt áhyggjuefni vísindafólks.Vanhugsað bann Langflestir foreldrar láta sem betur fer bólusetja börnin sín og eru viljugir til þess. Mín skoðun er sú að refsingar séu síst til þess fallnar að fjölga bólusettum börnum. Sú leið sem sóttvarnalæknir hefur lagt til sem varðar fræðslu, forvarnir, eftirfylgni og að ná betur utan um skráningar er mun betri en sú leið sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að leggja til; að útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar. Aðgerðaáætlun Embættis landlæknis er mun skynsamlegri nálgun svona fyrst í stað heldur en að byrja á öfugum enda með óþarfa forræðishyggju og vanhugsuðum bönnum sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Umræðan er góð en hún þarf að vera upplýst og laus við upphlaup, oftúlkanir og ónauðsynlegan hræðsluáróður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar. 29. ágúst 2018 21:33 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
MEÐ Hildur Björnsdóttir Fyrir fáeinum árum var ég búsett í London. Sonur minn var í grunnskóla og dóttir mín örfárra mánaða gömul. Dag einn barst erindi frá skólanum sem greindi frá mislingasmiti innan bekkjarins. Dóttir mín hafði ekki náð þeim aldri að vera bólusett gegn mislingum. Ég fylgdi syni mínum gangandi til skóla daglega og var systir hans ávallt meðferðis. Vegna vanrækslu annarra foreldra komst hún því daglega í návígi við óbólusett börn. Börn sem reyndust með mislinga. Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi er óviðunandi að mati sóttvarnarlæknis. Minnki þátttaka frekar má búast við dreifingu sjúkdóma sem ekki hafa sést hérlendis um árabil. Samkvæmt alþjóðaheilbrigðisstofnun hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár - raunar hafa mislingatilfelli sextánfaldast á tímabilinu. Ég legg til að Reykjavíkurborg geri almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla, þó með sanngjörnum undantekningum. Sækir tillagan fyrirmynd til annarra Evrópuþjóða. Hún sækir stoð í lög um leikskóla og meðferð upplýsinganna færi eftir ákvæðum persónuverndarlaga. Hversu lengi ætlum við að bíða? Bólusetningar eru ekki einungis gagnlegar þeim sem þær þiggja – þær eru nauðsynlegar þeim varnarlausu. Til eru einstaklingar sem af heilsufarsástæðum eða vegna unga aldurs mega ekki þiggja bólusetningar – þeir reiða sig á hjarðónæmi samfélagsins. Óbólusettum börnum fjölgar. Foreldrar þessara barna eru í langflestum tilfellum að gleyma sér. Heilsugæslur hafa hrint af stað fræðslu- og eftirfylgniátaki en átakið virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Einhverjir segja að gefa þurfi átakinu meiri tíma. En útbreiðsla smitsjúkdóma er hröð - á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa yfir 41.000 mislingatilfelli greinst í Evrópu. Hversu lengi ætlum við að bíða? Ef bólusetningar verða inntökuskilyrði á leikskóla borgarinnar yrði það foreldrum tiltekin hvatning. Skilyrðinu yrði ekki beitt af harðræði. Foreldrum væri gefinn aðlögunartími og fólk aðstoðað við að ljúka bólusetningum barna sinna svo tryggja mætti leikskólapláss. Hafi barni ekki verið gefið nafn við 6 mánaða aldur telja yfirvöld sig knúin til að beita foreldra dagsektum. Vilji foreldrar gefa barni nýstárlegt nafn gæti það verið stöðvað af mannanafnanefnd. Ef foreldrar neita barni um bólusetningar aðhafast yfirvöld ekkert. Foreldrum má ekki vera í sjálfsvald sett að taka skaðlegar ákvarðanir um líf barna sinna – allra síst þegar slíkar ákvarðanir geta einnig haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir börn annarra. Talið er að eingöngu 2% foreldra séu mótfallin bólusetningum. Það er því lítill hluti barna sem lendir í vanda verði tillagan samþykkt. Stærsti vandi þessara barna er auðvitað sá að þeim er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Tillögunni er ekki ætlað að jaðarsetja óbólusett börn. Henni er ætlað að vernda hagsmuni heildarinnar. Fræða þarf foreldra óbólusettra barna og styðja börnin sérstaklega svo þeim séu tryggð þroskavænleg skilyrði. Sóttvarnarlæknir setur ekki inngönguskilyrði á leikskóla. Það gera sveitarfélög með heimild í lögum um leikskóla. Sóttvarnarlæknir gefur ekki út tilmæli um skyldubundnar bólusetningar nema faraldur fari af stað hérlendis. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun hvort sveitarfélög vilji ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir. Stjórnmálamenn þurfa stundum að taka djarfar ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar í huga. Sumir vilja ekkert aðhafast fyrr en alvarleg tilfelli smitsjúkdóma greinast hérlendis. Ég vil ekki bíða. Bregðumst við strax.Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir rökræða um það hvort réttlætanlegt sé að setja almennar bólusetningar barna sem skilyrði fyrir inntöku í leikskóla.Fréttablaðið/EyþórMÓTI Líf MagneudóttirSkynsamlegt að hlusta á sérfræðinga Með bólusetningum höfum við náð góðum tökum á og sigrað afar skæða sjúkdóma á síðustu öld. Þeim árangri hljótum við öll að vilja viðhalda og ég efast ekki um að allir borgarfulltrúar eru sammála um mikilvægi þess að bólusetningarhlutfall haldist áfram nægilega hátt til að tryggja hjarðónæmi. Í þeim efnum tel ég skynsamlegast að hlusta á ráðleggingar sérfræðinga í málaflokknum. Heilbrigðisstarfsfólk segir að sem betur fer sé staðan ekki sú að beita þurfi íþyngjandi aðgerðum við inntöku barna í leikskóla eins og að binda hana við bólusetningu þeirra og sóttvarnalæknir hefur tekið í sama streng og bendir á að skráningum geti verið ábótavant og að rauntölur bólusettra séu líklega hærri.Heftandi inngrip í líf fólks Heilbrigðismál, líkt og bólusetningar, verða best leyst á vettvangi heilbrigðiskerfisins. Það er ekki sveitarfélaga að taka fram fyrir hendurnar á Embætti landlæknis og stjórnmálamenn verða að vera yfirvegaðir og upplýstir þegar þeir leggja fram tillögur sem mæla með heftandi inngripum í líf fólks og í þessu tilfelli ungra barna og fjölskyldna þeirra. Það þarf þá að minnsta kosti að vera vel rökstutt og að almannaheill sé í húfi og vá fyrir höndum og slíkt þarf að gerast í náinni samvinnu og samráði við fagfólk. Að mínu mati er hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vanreifuð og ýmsar spurningar vakna sem krefjast úrlausnar verði farið í slíkar þvingunaraðgerðir. Ástæðulaust inngrip getur líka gert ástandið verra. Nú eru t.d. bólusetningar við mislingum í fyrsta lagi við 18 mánaða aldur. Hvenær á þá að vísa óbólusettum börnum úr leikskóla og hvernig á þá að starfrækja ungbarnadeildir eða taka börn inn við 12 mánaða aldur séu þessi skilyrði í gildi? Það má líka spyrja sig hversu gagnlegar þessar aðferðir eru ef einungis Reykjavík meinar óbólusettum börnum aðgang að leikskólum en önnur sveitarfélög ekki. Hvað á síðan að gera við óbólusett börn í grunnskólunum? Það er líka áleitin spurning í þessu samhengi. Hvað með þau börn sem fara ekki í endurbólusetningu við 12 ára aldur? Eru leikskólastjórnendur eða starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sérstaklega fært um að leggja mat á heilbrigðisgögn og sinna umsýslu þeirra? Er til lagastoð sem styður þessar hugmyndir á vettvangi sveitarfélaga? Svona mætti lengi telja.Falskt öryggi Einnig getur verið að aðgerðir af þessu tagi kunni að skapa falskt öryggi og gætu raunar snúist upp í andhverfu sína. Ef óbólusettum börnum foreldra, sem einhverra hluta vegna bólusetja ekki börn sín, er meinaður aðgangur að leikskólum þar sem þau njóta verndar af hjarðónæmi, eykst hættan á því að þau safnist saman í hópa, t.d. í tengslum við heimakennslu eða daggæslu. Slíkar aðstæður hafa komið upp í Bandaríkjunum, þar sem þær hafa átt ríkan þátt í t.d. nýlegum mislingafaröldrum. Þetta er raunverulegt áhyggjuefni vísindafólks.Vanhugsað bann Langflestir foreldrar láta sem betur fer bólusetja börnin sín og eru viljugir til þess. Mín skoðun er sú að refsingar séu síst til þess fallnar að fjölga bólusettum börnum. Sú leið sem sóttvarnalæknir hefur lagt til sem varðar fræðslu, forvarnir, eftirfylgni og að ná betur utan um skráningar er mun betri en sú leið sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að leggja til; að útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar. Aðgerðaáætlun Embættis landlæknis er mun skynsamlegri nálgun svona fyrst í stað heldur en að byrja á öfugum enda með óþarfa forræðishyggju og vanhugsuðum bönnum sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Umræðan er góð en hún þarf að vera upplýst og laus við upphlaup, oftúlkanir og ónauðsynlegan hræðsluáróður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar. 29. ágúst 2018 21:33 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar. 29. ágúst 2018 21:33