Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2018 06:00 Sautján sérgreinalæknum hefur verið synjað af Sjúkratryggingum í samræmi við tilmæli ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur sérgreinalæknis um aðild að rammasamningi stofnunarinnar við sérgreinalækna. Sjö sambærileg mál til viðbótar bíða dóms. Forstjóri SÍ fagnar niðurstöðunni. Langvarandi og veruleg framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins. Af þeim sökum tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri læknar inn á samninginn. Var það fyrst gert um áramótin 2016 og sú ákvörðun ítrekuð 26. apríl og 28. ágúst 2017. Umsóknir læknanna nú voru frá því í september 2017 og var þeim synjað af SÍ með vísan til ákvörðunar ráðherra. Að mati dómsins voru fyrrgreind tilmæli „ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað löggjafans um faglegt mat á umsókn [læknisins]“. Þá voru þau andstæð rammasamningnum og leiddu til þess að ekki fór fram fullnægjandi mat á umsókninni. Slíkt væri brot á lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og andstætt reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Ákvörðunin var því ógilt. „Þetta eru alls átta nákvæmlega eins mál. Það var samkomulag um að taka eitt mál út úr og flytja til að fá dóm sem yrði til leiðsagnar í öllum málunum. Alma var fremst í stafrófsröðinni,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Ölmu og hinna læknanna sjö. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Auk læknanna átta sem stefnt hafa ríkinu hefur níu sérgreinalæknum til viðbótar verið hafnað um aðild að samningnum. Læknarnir sautján starfa í þrettán mismunandi sérgreinum og er staða þeirra nokkuð mismunandi. Sumir eru enn búsettir erlendis og bíða þess að koma heim meðan aðrir eru hér heima. Það að fá ekki aðild að samningnum þýðir að SÍ taka ekki þátt í greiðslu sjúklinga hjá viðkomandi lækni en kostnaðarþátttaka SÍ er um 30 prósent. „Þetta hefur í för með sér að viðkomandi læknir þarf í raun að rukka sinn sjúkling um kannski þrefalt hærra gjald en læknir sem er aðili að samningnum og þetta eru þess vegna læknar sem starfa á sömu starfsstöðinni. Misréttið er því augljóst,“ segir Gísli. „Þetta hefur grundvallarþýðingu fyrir störf og framtíðarmöguleika lækna. Læknarnir vilja bjóða upp á þjónustuna og það er sannarlega þörf fyrir hana. Málið snýst að stærstum hluta um að gera læknunum kleift að starfa við það sem þeir hafa menntað sig í, á jafnréttisgrundvelli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra baðst undan viðtali um dóminn þar til hún hefur fundað með ríkislögmanni um niðurstöðuna og áhrif hans. Það verður gert í dag.Vill ekki áfrýja „Ég er ánægður með dóminn og tel hann byggja á mikilvægi þess að staðið sé við gerða samninga,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ. Dómurinn snúist um réttarstöðu sjúkratryggðra, atvinnuréttindi lækna og mikilvægi þess að marka þeim umgjörð. „Er það mín tillaga að rétt sé að virða niðurstöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur sérgreinalæknis um aðild að rammasamningi stofnunarinnar við sérgreinalækna. Sjö sambærileg mál til viðbótar bíða dóms. Forstjóri SÍ fagnar niðurstöðunni. Langvarandi og veruleg framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins. Af þeim sökum tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri læknar inn á samninginn. Var það fyrst gert um áramótin 2016 og sú ákvörðun ítrekuð 26. apríl og 28. ágúst 2017. Umsóknir læknanna nú voru frá því í september 2017 og var þeim synjað af SÍ með vísan til ákvörðunar ráðherra. Að mati dómsins voru fyrrgreind tilmæli „ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað löggjafans um faglegt mat á umsókn [læknisins]“. Þá voru þau andstæð rammasamningnum og leiddu til þess að ekki fór fram fullnægjandi mat á umsókninni. Slíkt væri brot á lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og andstætt reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Ákvörðunin var því ógilt. „Þetta eru alls átta nákvæmlega eins mál. Það var samkomulag um að taka eitt mál út úr og flytja til að fá dóm sem yrði til leiðsagnar í öllum málunum. Alma var fremst í stafrófsröðinni,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Ölmu og hinna læknanna sjö. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Auk læknanna átta sem stefnt hafa ríkinu hefur níu sérgreinalæknum til viðbótar verið hafnað um aðild að samningnum. Læknarnir sautján starfa í þrettán mismunandi sérgreinum og er staða þeirra nokkuð mismunandi. Sumir eru enn búsettir erlendis og bíða þess að koma heim meðan aðrir eru hér heima. Það að fá ekki aðild að samningnum þýðir að SÍ taka ekki þátt í greiðslu sjúklinga hjá viðkomandi lækni en kostnaðarþátttaka SÍ er um 30 prósent. „Þetta hefur í för með sér að viðkomandi læknir þarf í raun að rukka sinn sjúkling um kannski þrefalt hærra gjald en læknir sem er aðili að samningnum og þetta eru þess vegna læknar sem starfa á sömu starfsstöðinni. Misréttið er því augljóst,“ segir Gísli. „Þetta hefur grundvallarþýðingu fyrir störf og framtíðarmöguleika lækna. Læknarnir vilja bjóða upp á þjónustuna og það er sannarlega þörf fyrir hana. Málið snýst að stærstum hluta um að gera læknunum kleift að starfa við það sem þeir hafa menntað sig í, á jafnréttisgrundvelli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra baðst undan viðtali um dóminn þar til hún hefur fundað með ríkislögmanni um niðurstöðuna og áhrif hans. Það verður gert í dag.Vill ekki áfrýja „Ég er ánægður með dóminn og tel hann byggja á mikilvægi þess að staðið sé við gerða samninga,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ. Dómurinn snúist um réttarstöðu sjúkratryggðra, atvinnuréttindi lækna og mikilvægi þess að marka þeim umgjörð. „Er það mín tillaga að rétt sé að virða niðurstöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent