Gámastíll og græðgisvæðing Magnús Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar