Krísufundir vegna Kavanaughs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 07:15 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47