Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 10:20 Frá vinstri: Ronan Farrow, Dylan Farrow, Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen. Vísir/Getty Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30