Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Öryrkjabandalagið hefur lengi mótmælt ýmiss konar skerðingum sem félagsmenn verða fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent