Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 07:45 Jarðgas er brennt við olíupumpur í Nevada. Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar. Vísir/AP Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17