Vélinni gefið grænt ljós til Kaupmannahafnar eftir að flugfreyjur leituðu á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 22:01 Flugfreyjurnar leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Vísir/Vilhelm Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28