Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 19:45 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“ Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53