Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 18:28 Vísir/Vilhelm Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira