Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 18:28 Vísir/Vilhelm Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er eitthvað sem kemur öðru hverju upp og hjá flugfélögum,“ segir Jens. Hann segir uppákomur sem þessa yfirleitt tengjast lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stífla í loftræstikerfi. Áhafnarmeðlimirnir leituðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir gengust undir blóðprufu. Aðspurður segir Jens atvikið ekki hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda telji flugfélagið uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Hann segir uppákomuna þó ekki ósvipaða þeirri sem upp kom í sumar en að því er Mannlíf greinir frá hafa minnst þrjár flugfreyjur verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir að aðeins sé gerð krafa um tilkynningar til nefndarinnar þegar um er að ræða flugslys eða alvarleg flugatvik. Þannig ætti að tilkynna um atvik sem þessi ef flugmaður hefði fundið fyrir samskonar einkennum, en svo var ekki í þessu tilfelli. Aftur á móti hafi sambærileg tilvik ítrekað komið upp að undanförnu að sögn Rangars sem sum hver hafi haft í för með sér langvarandi afleiðingar og hafi því verið tekin til rannsóknar hjá nefndinni.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira