Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 11:31 Spacey hefur upp á síðkastið verið sakaður um kynferðislega árásargirni, m.a. af fyrrum samstarfsfólki í sjónvarpi og kvikmyndum. Getty/Daniel Zuchnik Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00