Leggja til stofnun miðstöðvar skimunar fyrir krabbameini Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2018 06:00 Halla Þorvaldsdóttir segir umræðu um framtíðarfyrirkomulag skimunar hafa verið grunna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Krabbameinsfélagið leggur til að komið verði á fót Skimunarmiðstöð Íslands sem yrði þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameini á landinu. Miðstöðin hefði umsjón með skipulagi, stjórnun, framkvæmd og uppgjöri skimunar. „Það hefur átt sér stað töluverð umræða um framtíðarfyrirkomulag skimunar fyrir krabbameini en sú umræða hefur verið afar grunn. Hún hefur fyrst og fremst snúist um það hvar skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini eigi að fara fram. Það sem við viljum vekja athygli á er að þetta er býsna margþætt ferli,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Þjónustusamningur félagsins og Sjúkratrygginga um skipulagða leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi hefur verið framlengdur í sjöunda sinn og mun gilda út næsta ár. Halla segir að í mörg ár hafi ekkert nema skammtímasamningar staðið til boða. „Það hefur gert rekstrarumhverfi okkar rosalega erfitt og fjárveitingar ríkisins hafa langt í frá dugað fyrir rekstri leitarstarfsins. Stjórnvöld hafa komið til móts við það að nokkru leyti með því að styrkja félagið um 50 milljónir vegna þess árs. Ég vil meina að með samningum núna séum við að sýna mikla samfélagslega ábyrgð með því að tryggja konum í landinu áframhaldandi aðgengi að þessari þjónustu.“ Krabbameinsfélagið hefur samþykkt að veita 75 milljónir króna á samningstímanum til þess að tryggja áframhaldandi gæði þjónustunnar. Frá stofnun hefur félagið unnið brautryðjendastarf í forvörnum, skráningu og skimun fyrir krabbameini. Engu að síður hefur þátttaka í skimunum farið minnkandi. Á 26 ára tímabili minnkaði hún um 13 prósent og stóð í 55 prósentum árið 2016. Það hlutfall er vel undir viðmiðunarmörkum félagsins. Um þessar mundir vinnur sérstakt skimunarráð á vegum velferðarráðuneytisins að tillögum fyrir framtíðarfyrirkomulag skimana á Íslandi. „Það skiptir mestu máli í okkar huga að passa upp á að stjórnun og skipulag skimunar, alveg frá boðun og þangað til búið er að gera upp allan árangur, sé á sömu hendi. Við erum ekki endilega að segja að skimunin þurfi að vera á okkar vegum en ábyrgðin og valdið yfir því hvernig þetta er framkvæmt og hvernig skilum á upplýsingum er háttað þarf að vera á sama stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00
Mikilvægt að veita fjármagn til bólusetningar gegn leghálskrabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir mikilvægt að Alþingi hafi ákveðið að veita fjármagni til að bólusetja tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini. Byrjað verður að bólusetja næsta sumar. 25. desember 2010 19:00