Háum fjárhæðum stolið af eldra fólki um helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 18:30 Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli. Lögreglumál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli.
Lögreglumál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira