Efling þrýstir á samflot með því að skila inn samningsumboði Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 19:00 Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira