Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. september 2018 13:01 Engan sakaði en málið er rakið til slæmra mannlegra mistaka Vísir/Vilhelm Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu. Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu.
Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira