Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. september 2018 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18