Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 17:57 Donald Trump. EPA/JASON SZENES Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira