Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 14:40 Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. getty Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?