Fullorðið fólk í byssuleik Guttormur Þorsteinssog og Stefán Pálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun