Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 22:02 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh. Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh.
Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52