Mildi að ekki varð mannskaði í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2018 12:00 Frá vettvangi í Borgarnesi í gær. Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira