Íbúar á Hlíð í efstu sætum alþjóðlegrar hjólakeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:15 Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira