Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2018 20:00 Ágúst Ingi Ágústsson. Vísir/egill Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins.
Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira