Lögreglumenn treysta sér ekki til að rannsaka haturs- og tölvuglæpi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. september 2018 14:35 Vísir/Vilhelm 78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár. Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
78% íslenskra lögreglumanna telja sig ekki hafa næga þekkingu á hatursglæpum til að geta sinnt slíkum málum. Þá segjast 86% lögreglumanna ófærir um að sinna rannsókn á tölvuglæpum vegna þekkingarleysis. Þetta kemur fram í fjórðu árlegu könnun ríkislögreglustjóra en þar er spurt um ýmsa þætti sem snúa að starfi og starfsumhverfi lögreglumanna. Niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu lögreglunnar í dag. Öryggistilfinning lögreglumanna hefur lítið breyst á þeim fjórum árum sem könnunin hefur verið gerð. 74% lögreglumanna telja sig í dag frekar eða mjög örugga á dæmigerðum vinnudegi og hefur engin breyting orðið umfram skekkjumörk frá upphafi. 74% segjast einnig hafa góða hæfni í notkun skotvopna og voru ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu á því sviði. Það er helst á sviði hatursglæpa og tölvutengdra afbrota sem lögreglumenn telja sig ekki hafa fengið þjálfun. Sem fyrr segir segjast 78% ófærir um að rannsaka hatursglæpi og 86% treysta sér ekki til að rannsaka tölvuglæpi. Það er reyndar aðeins lægri tala en síðustu ár, þegar 93-94% sögðust ekki geta rannsakað tölvuglæpi sökum þekkingarleysis. Að lokum er spurt um starfsánægju og segjast 90% lögreglumanna hafa nokkra eða mikla ánægju af starfi sínu. Aðeins 4% segjast enga ánægju fá í starfinu. Í báðum tilvikum er það svipað hlutfall og síðustu ár.
Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira