Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 12:23 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ „Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44