Brees komst í sögubækurnar í öruggum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2018 12:00 Drew Brees fagnar eftir að hann bætti metið sitt í nótt. Vísir/Getty Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018 NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018
NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15
Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00