Fljótum við sofandi að feigðarósi? Björn Þorláksson skrifar 9. október 2018 07:00 Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun