Guð blessi Vestfirði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. október 2018 07:00 Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun