Hugsjónir, lífsgleði og amma Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. október 2018 07:00 Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég reglulega komast, með einum eða öðrum hætti, í tæri við þau sjónarmið fólks á ákveðnu efra aldursbili – þetta eru oft karlmenn um sjötugt – að yngra fólk aðhyllist ekki neinar hugsjónir. Að hugsjónir séu dánar. Því er haldið fram með þó nokkrum söknuði að um 1970 hafi fólk haft miklar hugsjónir. Þá hafi fólk farið í kröfugöngur og slegist við lögguna. Fólki var heitt í hamsi árið 1970. Núna sé öllum skítsama. Fólk hangi bara í símunum sínum. Áður en ég fullyrði, af sjónarhóli manns sem lítur ennþá á sig sem ungan (þótt hann sé það ekki), að þessi sjónarmið séu beinlínis röng, vil ég segja þetta: Mikið ofsalega hlýtur að vera leiðinlegt að verða gamall og líða svona. Að hafa litla sem enga trú á samtíma sínum. Að halda að hápunktur sögunnar hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum og ekkert merkilegt hafi gerst síðan þá. Ég hugsa stundum um ömmu mína þegar svona forpokuð sjónarmið eru annars vegar. Amma mín hafði sífelldan og einlægan áhuga á umhverfi sínu, öðru fólki, fréttum, stjórnmálum, lífinu. Þegar hún var 95 ára dró hún mig á tónleika með Björk í Laugardalshöll, á sama tíma og hinir sjötugu, aðallega, voru að rembast við að semja brandara um Björk og að röddin hennar væri eins og kattarbreim. Á dánarbeðinum spurði amma hjúkrunarkonurnar spjörunum úr. Hún þurfti að vita hvaðan þær væru, hvar þær stæðu í pólitíkinni og hvort þær ættu börn og maka. Amma hlustaði á Útvarp Sögu á hverjum degi fram undir það síðasta og komst að þeirri undraverðu niðurstöðu að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Mér hefur alltaf fundist það ótrúlegt dæmi um sigur mannsandans.Forvitnin Forvitnin og löngunin til þess að skilja samtímann gerði það að verkum að amma Hlíf varð 106 ára gömul. Hún var södd lífdaga í lokin. En forvitnisblikið var samt enn í augunum. Á dánarbeðinum sagði hún mér að þó svo hún væri reiðubúin að deyja, þá langaði hana samt svolítið að vita hvernig næstu kosningar færu. Vinnur íhaldið á? Tapar Samfylkingin? Hvað með nýju framboðin? Sjálf fór amma í framboð í Reykjavík norður þegar hún var 104 ára. Það er ómetanlegt fyrir mann í lífinu að eiga sér svona fyrirmynd og leiðarljós. Tilhneigingin til tuðs og bölmóðs er alltaf til staðar. Það er hins vegar talsvert miklu meira gefandi, þótt það sé erfiðara, að reyna að skilja samtíma sinn frekar en að dæma hann. Að viðhalda forvitninni og áhuganum. Fari ég einhvern tímann á þann stað í lífinu að ég lýsi því yfir í heyranda hljóði – hvað þá í blaðagrein – að allt þetta unga fólk skilji ekki hugsjónir og sé sama um allt, þá má fara með mig tuldrandi upp á heiði og hlekkja við grjót. Í náttfötunum. Ekki með síma.Hugsjónalausu málin Nokkur pólitísk stefnumál hafa á undanförnum árum orðið mönnunum tilefni til þess að fullyrða að aðrir hafi engar hugsjónir. Það að einhver vilji breyta klukkunni og samræma hana sólargangi er haft til marks um gríðarlegt hugsjónaleysi. Að einhver vilji innleiða frelsi í nafngiftum er talið annað slíkt dæmi. Að vilja áfengi í kjörbúðir er hugsjónaleysi af verstu sort. Að telja það allt í lagi að hótel rísi í miðbænum, jafnvel á Landssímareitnum, er ekki bara talið hugsjónaleysi heldur beinlínis árás á menningu þjóðarinnar. Allt fólk sem aðhyllist svona lagað, og vill kannski þar að auki færa Reykjavíkurflugvöll og ganga í Evrópusambandið, er grandvaralaus skríll sem hefur aldrei barist við lögguna né heldur skilið fullveldið. Hér lýsi ég tilfinningu. Ég skynja sterkt þessa víbra. Ákveðnar skoðanir eru hafðar til marks um ekkert vit sé lengur í pólitíkinni. Fólki er bara sama um allt. Það vill að fólk fái að skíra börnin sín Niðursuðudós. Ef ég hef rétt fyrir mér, má ég þá frekar biðja um hitt: Að reynt sé að skilja hver hugsjónin er að baki hverju stefnumáli. Að baki umræðunni um að breyta klukkunni býr löngun til þess að þjóðfélaginu sé hagað í samræmi við bestu þekkingu á lýðheilsu. Að röng klukka hafi áhrif á líðan, einkum ungs fólks, er kenning sem nýverið hlaut Nóbelsverðlaun. Og frelsið til að fá að gefa barni sínu nafn að eigin vali, hvernig er það ekki hugsjón? Barátta gegn forræðishyggju, fyrir því að fólki sé treyst, er einhver hugsjónaþrungnasta barátta sem til er. Þannig má þræða sig í gegnum skoðanirnar, eina af annarri, og reyna að skilja þær allar. Ef maður gerir það, þá verður maður 106 ára og deyr glaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun