Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2018 09:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/ernir Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira