Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:09 Trump á fundinum í Mississippi í gær. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“ Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent