Bandaríkin hætta að veita samkynja mökum starfsmanna SÞ vegabréfsáritanir Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 16:29 Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Getty/Justin Sullivan Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta að veita samkynja mökum erlendra erindreka og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna vegabréfsáritanir. Breytingarnar tóku gildi í gær og hefur fólkinu sem um ræðir verið gefinn frestur til 1. desember að ganga í hjónaband, verða sér út um nýja áritun eða yfirgefa Bandaríkin. Með þessu er verið að fella niður reglu frá árinu 2009. Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir, samkvæmt BBC, að sambönd verði að vera skilgreind samkvæmt lögum þeirra ríkja sem fólkið er frá. Án þess sé ekki hægt að sannreyna að um maka sé að ræða.Samantha Power, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tjáði sig um málið á dögunum og sagði breytinguna vera óþarflega grimmilega og byggja á þröngsýni. Þá bendir hún á að einungis tólf prósent ríkja Sameinuðu þjóðanna leyfi hjónabönd samkynhneigðra.Needlessly cruel & bigoted: State Dept. will no longer let same-sex domestic partners of UN employees get visas unless they are married. But only 12% of UN member states allow same-sex marriage. https://t.co/MjZpRVLYcf — Samantha Power (@SamanthaJPower) September 28, 2018 Samkynja pör gætu gripið til þess ráðs að gifta sig í Bandaríkjunum. Það gæti þó leitt til þess að þau yrðu handtekin þegar þau færu aftur til sýns heima.Foreign Policy Magazine segir að breytingin muni hafa áhrif á minnst tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er að þau þurfa að gifta sig eða missa maka sína úr landi. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta að veita samkynja mökum erlendra erindreka og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna vegabréfsáritanir. Breytingarnar tóku gildi í gær og hefur fólkinu sem um ræðir verið gefinn frestur til 1. desember að ganga í hjónaband, verða sér út um nýja áritun eða yfirgefa Bandaríkin. Með þessu er verið að fella niður reglu frá árinu 2009. Einungis 25 ríki í heiminum leyfa hjónabönd samkynhneigðra og þau eru bönnuð samkvæmt lögum í 71 ríki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir, samkvæmt BBC, að sambönd verði að vera skilgreind samkvæmt lögum þeirra ríkja sem fólkið er frá. Án þess sé ekki hægt að sannreyna að um maka sé að ræða.Samantha Power, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tjáði sig um málið á dögunum og sagði breytinguna vera óþarflega grimmilega og byggja á þröngsýni. Þá bendir hún á að einungis tólf prósent ríkja Sameinuðu þjóðanna leyfi hjónabönd samkynhneigðra.Needlessly cruel & bigoted: State Dept. will no longer let same-sex domestic partners of UN employees get visas unless they are married. But only 12% of UN member states allow same-sex marriage. https://t.co/MjZpRVLYcf — Samantha Power (@SamanthaJPower) September 28, 2018 Samkynja pör gætu gripið til þess ráðs að gifta sig í Bandaríkjunum. Það gæti þó leitt til þess að þau yrðu handtekin þegar þau færu aftur til sýns heima.Foreign Policy Magazine segir að breytingin muni hafa áhrif á minnst tíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Það er að þau þurfa að gifta sig eða missa maka sína úr landi.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira