Drápsfrumur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2018 07:00 „Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
„Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun