Ógilda samruna apóteka Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 17:57 Til stóð að sameina Apótekarann og Apótek MOS Í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Stefán Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni.
Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira