Öflugra dagforeldrakerfi Skúli Helgason skrifar 18. október 2018 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun