Öflugra dagforeldrakerfi Skúli Helgason skrifar 18. október 2018 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn leggur mikla áherslu á að bæta aðbúnað ungbarnafjölskyldna í borginni og vinnur á báðar hendur að kraftmikilli uppbyggingu nýrra leikskóla með fjölgun leikskólarýma fyrir börn yngri en 18 mánaða og hins vegar eflingu dagforeldakerfisins sem hefur verið mikilvægur valkostur fyrir marga foreldra á undanförnum áratugum. Við settum á fót starfshóp í fyrra til að vinna að eflingu dagforeldakerfisins og nú höfum við samþykkt í skóla- og frístundaráði fjölmargar aðgerðir sem byggja á einstökum tillögum starfshópsins að hluta eða öllu leyti. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna, auka öryggi hennar og fjölga dagforeldrum. Við leggjum áherslu á jákvæða hvata sem grundvallaraðferðafræði og borgin er tilbúin að leggja sitt af mörkum við að fjölga dagforeldrum með því m.a. að taka upp stofnstyrk fyrir nýja dagforeldra, auka námsstyrki og faglegan stuðning við dagforeldra, bæta eftirlit og ráðgjöf og taka upp ytra mat byggt á fyrirliggjandi gæðaviðmiðum. Þá hækka niðurgreiðslur um 15% sem er mesta hækkun í einu skrefi á undanförnum árum. Alls hafa niðurgreiðslur til dagforeldra þá hækkað um nærri 38% frá árinu 2015 sem er talsvert umfram verðbólgu og yfir meðalhækkun launa. Ein veigamesta aðgerðin sem nú er lögð til er að borgin leggi sitt af mörkum til að auka öryggi þjónustunnar með því að stíga fyrsta skrefið í að leggja þeim dagforeldrum til húsnæði sem starfa tveir saman. Miðað er við að eitt starfandi dagforeldri og eitt nýtt starfi saman og í fyrsta áfanga verði lögð fram þrjú hús á þremur stöðum. Það er vilji borgarinnar að dagforeldrar starfi í auknum mæli tveir saman og það er góðu heilli þróun sem er hafin í talsverðum mæli því tæplega helmingur dagforeldra starfar með öðrum. Það eykur öryggi og gæði þjónustunnar, dregur úr áhyggjum foreldra og skýtur frekari stoðum undir starfsemi dagforeldra sem mikilvægrar þjónustu við ungbarnafjölskyldur í borginni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun