Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2018 08:49 Ljósmæður sem hættu störfum á Landspítalanum í kjarabaráttu sinni lögðu sumar skó sína á tröppur stjórnarráðsins. Nú stefnir í að einhverjar ljósmæður hefji störf á nýrri heilsugæslu fyrir konur innan tíðar. Fréttablaðið/Anton Brink Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. Telja sumir læknar sérstakt að á sama tíma og stefnt sé að heildarendurskoðun heilsugæslunnar sé þröngur hópur tekinn út og opnað nýtt úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndin kæmi frá ljósmæðrum en stéttin átti í langri kjarabaráttu við ríkið sem lauk með samningum í vor. Ljósmæður bendi á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Þannig megi nýta sérþekkingu ljósmæðra betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir.Henda krónum aftur og aftur í vitleysu Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í gigtar- og lyflækningum, er meðal þeirra lækna sem átta sig ekki á útspili ráðherra. „Hvernig væri bara að efla heilsugæsluna?“ spyr Ragnar Freyr. „Er þörf á sérstakri túrverkja og tíðarhvarfamiðsöð - svona í ljósi þess að 40 rúm eru lokuð á LSH, að illa gekk að semja við ljósmæður, að skortur sé á hjúkrunarfræðingum, að ekki séu til hjúkrunarúrræði fyrir aldraða. Að heilsugæslan sé veikluð af starfsmönnum!“ Sigurveig Stefánsdóttir, sérlæknir í heimilislækningum, tjáir sig um málið á Facebook líkt og Ragnar Freyr. „Nú er konan gengin af göfflum og skeiðum og hnífum. Hún ætlar að opna eitthvað strax af því að krafa kom frá ljósmæðrum, án þess að bíða eftir niðurstöðum starfshóps. Á meðan hver heilsugæsla núna vandar sig meira en nokkru sinni fyrr í að sinna skjólstæðingum í stærð 50 cm til 107 ára, með hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og sérfræðilæknum með 12-13 ára nám að baki í þeim breiðu fræðum sem liggja til grundvallar læknisfræði og svo heimilislækningum og vantar peninga samt í öll horn sem litið er í,“ segir Sigurveig. „Við sitjum í hverju einasta viðtali og pössum að panta ekki óþarfa rannsóknir, skrifa ekki út óþarfa lyf af því að það er krafan. Hver er þörfin á því að opna heilsugæslu fyrir konur og afhverju þá ekki líka sér fyrir karla og svo þá sem eru þar á milli ef því er að skipta?“ Hún minnir á að ljósmæður séu þegar á heilsugæslunum. „Geta ljósmæður í alvörunni ekki boðið fram þessa aðstoð á þeim stöðvum sem þær vinna á með okkur ef þær vilja fara að meðhöndla og sinna túrverkjum og tíðarhvörfum? Þurfum við alltaf að vera að henda krónum í vitleysu, aftur og aftur og aftur og aftur í stað þess að hlúa að því sem vel gengur?!“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan en þar er rætt við ráðherra um málið.Er ekki 2018? Undir þetta tekur Hildur Svavarsdóttir heimilislæknir. „Það er ekki hægt að auka fjármagn til heilsugæslunnar þar sem mikill meirihluti starfsmanna er konur og meirihluti þeirra sem sækir þangað eru konur en það eru til peningar í "hysteríu" klínikur þar sem konur og veikindi þeirra eru smættuð niður í móðurlíf þeirra (nákvæmlega eins og hysteríu kenningar fortíðar gerðu svo þetta er rétta nafnið á svona "fyrirbæri" og það þarf ekkert nema sérhæfðar ljósmæður til að sinna þeim,“ segir Hildur. Hún spyr hvort ekki sé örugglega árið 2018 og spyr hvernig rekstur þessara heilbrigðisfyrirtækja sé frábrugðinn rekstri annara heilbrigðisfyrirtækja sem vinna á samningi við hið opinbera? „Vil taka það fram að ég hef ekki neitt nema gott að segja um þær ljósmæður sem ég hef haft þá ánægju af að starfa með í þverfaglegu starfi okkar á heilsugæslu þar sem heildarmynd einstaklingsins er höfð að leiðarljósi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. Telja sumir læknar sérstakt að á sama tíma og stefnt sé að heildarendurskoðun heilsugæslunnar sé þröngur hópur tekinn út og opnað nýtt úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndin kæmi frá ljósmæðrum en stéttin átti í langri kjarabaráttu við ríkið sem lauk með samningum í vor. Ljósmæður bendi á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Þannig megi nýta sérþekkingu ljósmæðra betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir.Henda krónum aftur og aftur í vitleysu Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í gigtar- og lyflækningum, er meðal þeirra lækna sem átta sig ekki á útspili ráðherra. „Hvernig væri bara að efla heilsugæsluna?“ spyr Ragnar Freyr. „Er þörf á sérstakri túrverkja og tíðarhvarfamiðsöð - svona í ljósi þess að 40 rúm eru lokuð á LSH, að illa gekk að semja við ljósmæður, að skortur sé á hjúkrunarfræðingum, að ekki séu til hjúkrunarúrræði fyrir aldraða. Að heilsugæslan sé veikluð af starfsmönnum!“ Sigurveig Stefánsdóttir, sérlæknir í heimilislækningum, tjáir sig um málið á Facebook líkt og Ragnar Freyr. „Nú er konan gengin af göfflum og skeiðum og hnífum. Hún ætlar að opna eitthvað strax af því að krafa kom frá ljósmæðrum, án þess að bíða eftir niðurstöðum starfshóps. Á meðan hver heilsugæsla núna vandar sig meira en nokkru sinni fyrr í að sinna skjólstæðingum í stærð 50 cm til 107 ára, með hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og sérfræðilæknum með 12-13 ára nám að baki í þeim breiðu fræðum sem liggja til grundvallar læknisfræði og svo heimilislækningum og vantar peninga samt í öll horn sem litið er í,“ segir Sigurveig. „Við sitjum í hverju einasta viðtali og pössum að panta ekki óþarfa rannsóknir, skrifa ekki út óþarfa lyf af því að það er krafan. Hver er þörfin á því að opna heilsugæslu fyrir konur og afhverju þá ekki líka sér fyrir karla og svo þá sem eru þar á milli ef því er að skipta?“ Hún minnir á að ljósmæður séu þegar á heilsugæslunum. „Geta ljósmæður í alvörunni ekki boðið fram þessa aðstoð á þeim stöðvum sem þær vinna á með okkur ef þær vilja fara að meðhöndla og sinna túrverkjum og tíðarhvörfum? Þurfum við alltaf að vera að henda krónum í vitleysu, aftur og aftur og aftur og aftur í stað þess að hlúa að því sem vel gengur?!“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan en þar er rætt við ráðherra um málið.Er ekki 2018? Undir þetta tekur Hildur Svavarsdóttir heimilislæknir. „Það er ekki hægt að auka fjármagn til heilsugæslunnar þar sem mikill meirihluti starfsmanna er konur og meirihluti þeirra sem sækir þangað eru konur en það eru til peningar í "hysteríu" klínikur þar sem konur og veikindi þeirra eru smættuð niður í móðurlíf þeirra (nákvæmlega eins og hysteríu kenningar fortíðar gerðu svo þetta er rétta nafnið á svona "fyrirbæri" og það þarf ekkert nema sérhæfðar ljósmæður til að sinna þeim,“ segir Hildur. Hún spyr hvort ekki sé örugglega árið 2018 og spyr hvernig rekstur þessara heilbrigðisfyrirtækja sé frábrugðinn rekstri annara heilbrigðisfyrirtækja sem vinna á samningi við hið opinbera? „Vil taka það fram að ég hef ekki neitt nema gott að segja um þær ljósmæður sem ég hef haft þá ánægju af að starfa með í þverfaglegu starfi okkar á heilsugæslu þar sem heildarmynd einstaklingsins er höfð að leiðarljósi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?