John Mara, eigandi NFL-liðsins NY Giants, er ósáttur við margt þessa dagana. Gengi liðsins og hegðun stórstjörnu liðsins, Odell Beckham, er þar efst á blaði.
Giants er búið að vinna einn leik í vetur og tapa fimm. Tímabilið er í raun búið hjá Risunum. Svo hefur Beckham verið að stela senunni með umdeildum ummælum á meðan hann getur ekkert á vellinum.
„Ég vildi að hann myndi láta verkin tala á vellinum. Ég er frekar til í að lesa fyrirsagnir sem snúast um afrek hans en ekki orð,“ sagði Mara pirraður.
Beckham er nýbúinn að skrifa undir fimm ára risasamning við félagið og hefur gefið lítið til baka. Enn sem komið er.
„Ég skammast mín fyrir það að liðið sé 1-5. Ég get ekki afsakað það. Árangurinn lýgur aldrei. Lið eru eins góð og vond og taflan sýnir. Þetta tekur verulega á mig eins og aðra stuðningsmenn liðsins.“
Eigandi Giants: Beckham mætti gera meira af því að láta verkin tala
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn