Skynsemi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2018 06:00 Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar