Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 10:30 Anna Björnsdóttir taugalæknir opnaði stofu í Reykjavík í byrjun september. Henni var synjað um aðild að samningi SÍ og sérfræðilækna. Vísir/Egill Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudaginn en hún hafði undanfarnar sex vikur sinnt sjúklingum með taugasjúkdóma sem áttu ekki rétt á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. RÚV greinir frá. Óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða því sérfræðilæknar höfðu ekki fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í janúar 2016. Eftir dóm í máli Ölmu Gunnarsdóttur háls-, nef- og eyrnalæknis í september, eru aðstæður breyttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra mátti ekki hafna Ölmu aðild að rammasamningnum. Mál Ölmu hafði fordæmisgildi í mörgum málum, þar á meðal hjá Önnu. Hún segir að á undanförnum sex vikum hafi hún sinnt á bilinu 100 til 150 sjúklingum sem þurftu að greiða fullt gjald, þ.e. fengu enga endurgreiðslu. Sjúklingarnir sitji nú við sama borð og sjúklingar annarra sérlækna sem hafa verið með samning við SÍ. Heilbrigðisráðherra stefnir á að framlengja rammasamning SÍ við sérfræðilækna um eitt ár en þeir renna út um áramótin. Vill ráðherra nýta tímann til að finna heildarlausn. Sérfræðilæknar funduðu á dögunum og telja eins árs framlengingu of skamman tíma. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. 4. september 2018 18:45 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudaginn en hún hafði undanfarnar sex vikur sinnt sjúklingum með taugasjúkdóma sem áttu ekki rétt á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. RÚV greinir frá. Óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða því sérfræðilæknar höfðu ekki fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í janúar 2016. Eftir dóm í máli Ölmu Gunnarsdóttur háls-, nef- og eyrnalæknis í september, eru aðstæður breyttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra mátti ekki hafna Ölmu aðild að rammasamningnum. Mál Ölmu hafði fordæmisgildi í mörgum málum, þar á meðal hjá Önnu. Hún segir að á undanförnum sex vikum hafi hún sinnt á bilinu 100 til 150 sjúklingum sem þurftu að greiða fullt gjald, þ.e. fengu enga endurgreiðslu. Sjúklingarnir sitji nú við sama borð og sjúklingar annarra sérlækna sem hafa verið með samning við SÍ. Heilbrigðisráðherra stefnir á að framlengja rammasamning SÍ við sérfræðilækna um eitt ár en þeir renna út um áramótin. Vill ráðherra nýta tímann til að finna heildarlausn. Sérfræðilæknar funduðu á dögunum og telja eins árs framlengingu of skamman tíma.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. 4. september 2018 18:45 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. 4. september 2018 18:45
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25