Ekki bendá mig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun