Ráðlagði lestur á úrskurðinum svo „farið væri rétt með“ en fór sjálf með rangt mál Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 20:50 Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04
Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29