Ráðlagði lestur á úrskurðinum svo „farið væri rétt með“ en fór sjálf með rangt mál Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 20:50 Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04
Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29